Vildi ekki að Guardiola færi heim

Pep Guardiola á hliðalínunni í dag.
Pep Guardiola á hliðalínunni í dag. AFP/Justin Tallis

Richie Wellens, þjálfari karlaliðs Leyton Orient í fótbolta, hrósaði kollega sínum Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Englandsmeistara Manchester City, eftir leik liðanna í 4. umferð enska bikarnum. 

City vann endurkomusigur, 2:1, eftir að hafa lent undir. Ein deild skilur liðin að en Leyton Orient er í C-deild Englands. 

Wellens hrósaði Guardiola á blaðamannafundi eftir leik og sagði hann vera ótrúlegan. 

„Ég talaði við hann í tíu mínútur, hann er alveg ótrúlegur. Ég vildi ekki að hann færi heim, vertu hér aðeins lengur!“ Sagði Wellens á léttu nótunum. 

Richie Wellens.
Richie Wellens. AFP/Justin Tallis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert