Denas rýkur upp stigatöfluna

Spennan er við það að ná hámarki í ELKO-deildinni í …
Spennan er við það að ná hámarki í ELKO-deildinni í Fortnite en staða Denasar er nokkuð vænleg þegar ein umferð er eftir. Grafík/EpicGames

Dramatísk vatnaskil urðu í toppbaráttu þeirra Kristó­fers Trist­ans og Denasar Kazulis í níundu og næstsíðustu umferð ELKO-deilarinnar í Fortnite í gærkvöld og fyrir lokaumferðina trónir Denas með 28 stiga forskot á toppnum.

Den­as­ Kazu­lis (den­as 13) og Kristó­fer Trist­an (iKristoo) hafa verið í ákveðnum sérflokki í ELKO-deildinni nánast allt tímabilið og skipst nokkuð jafnt á toppsætinu milli umferða.

Kristófer átti hins vegar ekki gott kvöld í 9. umferð og datt út snemma í báðum leikjum kvöldsins sem voru engu að síður hörkuspennandi og mega teljast með þeim fjörugustu á tímabilinu hingað til.

Kristófer átti hins vegar ekki gott kvöld í 9. umferð og datt út snemma í báðum leikjum kvöldsins sem voru engu að síður hörkuspennandi og mega teljast með þeim fjörugustu á tímabilinu hingað til.

Denas vann fyrri leik kvöldsins með miklum tilþrifum en hinn Kristóferinn (krizzto), sem var frekur til fjörsins í upphafi tímabils hefur verið að gera sig gildandi undanfarið tók seinni leikinn og er kominn upp í 4. sæti með 194 stig. Emil Vík­ing­ur (Too Fast Emil) held­ur 3. sætinu áfram og er kominn með 212 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert