Þriðja sætið í Rocket Leagu­e í brenni­depli

Spennan er í raun orðin mest í kringum 3. sætið …
Spennan er í raun orðin mest í kringum 3. sætið í GR Verk Deild­inni þangað sem Dusty og 354 stefna hiklaust. Grafík/Psyonix

Þegar tvær umferðir eru eftir af  GR Verk Deild­inni í Rocket League berjast lið OGV og Þórs enn á toppnum en spennan í raun orðin mest í kringum þriðja sætið.

Áttunda umferð deildarinnar var spiluð á miðvikudagskvöld þar sem öll úrslit voru í raun eftir bókinni. Þór sigraði 354 3:0 á meðan Quick tapaði 1:3 gegn Dusty og OGV staðfesti enn og aftur að liðið er það besta í deildinni með 3:0-sigri á Rafík.

Röð liðanna á stigatöflunni er því nánast óbreytt fyrir utan að Dusty og 354 hafa sætaskipti og Dusty er komið í þriðja sæti en 354 víkur niður í það fjórða.

Staðan eftir 8 umferðir:

1. OGV     16

2. Þór       14

3. Dusty     8

4. 354        6

5. Rafik      4

6. Quick     0

Níunda og næstsíðasta umferðin fer fram eft­ir viku, 13. nóv­em­ber, þegar OGV og 354, Rafík og Quick og Dusty og Þór mæt­ast á vell­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert