Alltof heimskir sneru blaðinu við

Adam „Admundur“ Freysson reyndist TDR skeinuhættur á hetjunni Pudge.
Adam „Admundur“ Freysson reyndist TDR skeinuhættur á hetjunni Pudge. Skjáskot/Valve

Lið TDR jr. er dottið úr keppni eftir 1:2 tap á móti Alltof heimskum í fyrstu umferð neðri flokks undanúrslita (lower bracket playoffs) Litlu-Kraft­véla­deild­arinnar í DOTA2.

TDR byrjaði vel og vann öruggan sigur í fyrsta leik gærdagsins en Alltof heimskir náðu að snúa blaðinu við með sannfærandi sigrum í næstu tveimur leikjum og unnu seríuna því 2:1.

Breki „Fresnikson“ Freysson og Friðrik „Alvöru Keyrsla“ Snær Tómasson lýstu viðureigninni í beinni útsendingu og hrósuðu Alltof heimskum fyrir góð tilþrif og spilamennsku og sögðu síðasta leikinn beinlínis hafa verið „geggjaðan“ hjá liðinu.

Þá þótti Adam „Admundur“ Freysson fara á sérstökum kostum á hetjunni Pudge enda í banastuði þegar hann „krækti“ fólk út og suður, hingað og þangað.

Þrátt fyrir augljósa hæfileika og frumlega nálgun á leikinn eru TDE, sem fyrr segir, dottnir út úr mótinu en klárt mál að fróðlegt verður að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Alltof Heimskir halda hins vehar áfram í gegnum neðri úrslitaflokkinn en næst mæta þeir Hendaköllunum sem taldir eru til eins af sterkustu liðum mótsins.

Alltof heimskir hafa aftur á móti marg sýnt og sannað að þeir eru ekki gefin veiði og eru til alls líklegir þannig að spennandi verður að sjá hvort Hendakallarnir muni reynast þeim of stór biti til að kyngja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert