Þórarinn Þórarinsson
Albanía er komin í hóp Evrópuríkja á borð við Danmörku, Þýskaland og Frakkland sem viðurkenna rafíþróttir sem fullgildar íþróttir. Rafíþróttasamband Albaníu (FSHSE) er þar með komið undir regnhlíf ígildis ÍSÍ þar í landi.
Samhliða fullgildingunni hefur Rafíþróttasamband Albaníu verið tekið inn í Ólympíunefnd Albaníu sem getur vegið þungt þegar kemur að fyrstu Olympíuleikunum í rafíþróttum sem haldnir verða í Sádi-Arabíu á næsta ári.