Frægðarhöll, milljarðar og metfjöldi stelpna

Íslenska kvennalandsliðið í Counter Strike átti fyrirfram von á að …
Íslenska kvennalandsliðið í Counter Strike átti fyrirfram von á að danska liðið yrði þeim erfitt viðureignar og það gekk eftir.

Viðburðaríkt rafíþróttaár er að renna sitt skeið og í þessum fyrsta hluta fréttaannáls Rafíþróttasambands Íslands 2024 koma meðal annars við sögu ungur atvinnumaður frá Akureyri, kvennalandsliðið í Counter Strike, milljarðatuga ávinningur af stórmmótum og metfjöldi keppenda í einu kvennadeild RÍSÍ.

Míludeildin í Valorant kvenna hófst í byrjun september og athygli vakti að keppnisliðum hafði fjölgað um helming milli ára. Úr fjórum í átta. 

Daníel og Mist voru í hátíðarskapi þegar þau kláruðu vel …
Daníel og Mist voru í hátíðarskapi þegar þau kláruðu vel heppnað keppnistímabil í beinni útsendingu.

„Þetta er stærsta Val­orant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúr­lega eina kvenna- og kyn­segin­mótið,“ sagði Daníel Máni Óskars­son, móta­stjóri við upphaf mótsins. Þá nam verð­launa­féð einni og hálfri milljón en hingað til hefur engin raf­í­þrótta­deild, önnur en Coun­ter Stri­ke, verið með yfir milljón í verð­launa­fé.

„Þetta er algert met. Við erum svo vön því að sjá þrjú til fjögur lið keppa og vorum kannski að búast við svona fimm liðum en svo eru þau bara átta sem er alveg klikkað,“ sagði Mist Reykdal Magnúsdóttir sem lýsti viðureignum mótsins í beinni útsendingu og streymi ásamt Daníel.

Netskákin ný keppnisgrein

Íslandsmótið í netskák bættist í haust við keppnisgreinar Rafíþróttasambands Íslands. Mótið sem kennt er við Símann hófst í lok ágúst og þar mættust nánast allir sterkustu skákmenn landsins á móti sem átti eftir að reynast æsispennandi.

„Í raun og veru er þetta í fyrsta sinn sem skákin er þarna inni,“ sagði Birkir Karl Sigurðsson, sem stýrði mótinu í upphafi, og bætti við að hann sæi miklar möguleika í samstarfinu við RÍSÍ.

„Ég er nú kannski ekki sá elsti í þessu, eða mjög gamall, en ég held að þetta sé líklega bara sterkasta mót sem haldið hefur verið síðan ég byrjaði að fylgjast með skákinni,“ Birkir Karl Sigurðsson, sem stýrði mótinu í upphafi. 

Birkir Karl Sigurðsson batt í byrjun miklar vonir við samstarfið …
Birkir Karl Sigurðsson batt í byrjun miklar vonir við samstarfið við Rafíþróttasambandið sem hélt utan um Íslandsmót Símans í netskák með góðum árangri.

„Allaveganna man ég ekki eftir jafn öflugu og sterku skákmóti. Að ég tali nú ekki um að hafa þetta líka í beinni útsendingu. Þannig að eftirvæntingin er mikil og við finnum það klárlega.“

Stelpurnar tóku slaginn í Counter Strike

Kvennalandslið Íslands í Counter Strike fór til Svíþjóðar í október og tók þátt í Norðurlandamótinu Nor­dic Champions­hip þar sem þær mættu sterkum liðum Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar.

 „Ég held við séum mjög til­bún­ar núna,“ sagði fyrirliðinn Árveig Lilja Bjarna­dótt­ir við upphaf mótsins en auk hennar var liðið skipað þeim Guðríði Hörpu Elm­ars­dótt­ur, Jasmin Joan Rosento, Sunnu Karítas Rún­ars­dótt­ur og Rósu Björku Ein­ars­dótt­ur.

Árveig Lilja Bjarnadóttir sneri aftur reynslunni ríkari og stýrði úrslitakvöldinu …
Árveig Lilja Bjarnadóttir sneri aftur reynslunni ríkari og stýrði úrslitakvöldinu í Ljósleiðaradeildinni í Counter Strike með glæsibrag í lok nóvember. Ljósmynd/Atli Már

„Ég er búin að fara í gegn­um þetta áður og við erum tvær í liðinu sem höf­um hitt þess­ar stelp­ur áður. Á þessu sama móti á síðasta ári,“ seg­ir Árveig en hún og Jasmin kepptu báðar með ís­lenska liðinu í fyrra. „En þetta er ann­ars allt nýtt fyr­ir hinum þrem­ur í liðinu.“

Vask­leg fram­ganga og góð tilþrif ís­lenska liðsins dugðu ekki gegn öfl­ug­um og mikl­um mun leikreynd­ari and­stæðing­un­um. Þær skemmtu sér þó engu að síður vel á mótinu og sneru heim dýrmætri reynslu ríkari. 

Finnska muln­ings­vél­in var óstöðvandi, sigraði all­ar viður­eign­ir sín­ar og varði Norður­landa­meist­ara­tit­ill­inn eins sann­fær­andi og mögu­legt er. Danska liðið hafnaði, eins og í fyrra, í öðru sæti. Sænska liðið var í þriðja sæti og það íslenska rak lestina í því fjórða.

Milljarðar í þjóðarbúið

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti í október athygli á þeim  stórkostlega efnahagslegan ávinningi sem stór alþjóðleg rafíþróttamót hafa og geta áfram skilað þjóðarbúinu.

Morgunblaðið tók málið upp í framhaldinu og hafði eftir þingmanninum að meiri kraft þurfi að setja í uppbyggingu rafíþrótt­a á Íslandi.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vakti í fyrirspurnatíma á Alþingi athygli …
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vakti í fyrirspurnatíma á Alþingi athygli á margvíslegum efnahagslegum ávinningi af stórmótahaldi í rafíþróttum á Íslandi. mbl.is/Hallur Már

„Á covid-tím­an­um voru hald­in hér alþjóðleg rafíþrótta­mót. Þá komu fleiri þúsund gest­ir til lands­ins og fleiri hundruð þúsund ef ekki millj­ón­ir horfðu á í sjón­varp­inu eða í netút­send­ing­um. Þessi mót voru yfir 18 millj­arða inn­spýt­ing í ís­lenskt efna­hags­líf og þá er ég ein­ung­is að tala um þessi mót sem voru hald­in hér í covid,“ sagði Vil­hjálm­ur við Morg­un­blaðið.

Fimmtán ára atvinnumaður

Morgunblaðið fjallaði í nóvember um stórt stökk Akureyringsins unga Brimis Birgissonar sem er kominn á tveggja ára samning hjá þýska rafíþróttaliðinu Mousesports.

„Þetta er risa­stökkpall­ur inn í rafíþrótta­heim­inn,“ hafði Morgunblaðið eftir Brim­i, sem er á sextánda ári,  þegar hann var ný­kom­inn af æf­ingu hjá ungmennaliði MOUZ í Hamborg. Þá bætti Brimir við að hann ætlaði sér ekki að eins að verða bestur á Íslandi heldur í Evrópu.

Brimir Birgisson ásamt foreldrum sínum, Elinborgu Freysdóttur og Birgi Karli …
Brimir Birgisson ásamt foreldrum sínum, Elinborgu Freysdóttur og Birgi Karli Birgissyni, í höfuðstöðvum Mousesports í Hamborg. Ljósmynd/Mousesports

„Þetta er bara al­mennt rosa stórt stökk og að vera kom­inn þetta ung­ur á þenn­an stað seg­ir enn meira um hversu gíf­ur­legt af­rek þetta er,“ sagði Ólaf­ur Hrafn Stein­ars­son, stofn­andi Rafíþrótta­sam­bands Íslands, um samn­ing­inn.

„Þetta er al­veg virki­lega flott lið og al­veg rót­gróið Coun­ter Strike-lið sem hef­ur átt mjög góðu gengi að fagna,“ seg­ir Ólaf­ur Hrafn um MOUZ. „Og það er ekki eins og þetta sé lið sem lifi á ein­hverri fornri frægð eða göml­um af­rek­um og hef­ur, ef mér skjátl­ast ekki, verið á mik­illi sigl­ingu und­an­farið.“

Ólafur Hrafn í frægðarhöllinni

Ólafur Hrafn, sem stofnaði Rafíþróttasambandið fyrir sex árum og sneri sér síðan að menntun þjálfara hjá fyrirtæki sínu Esports Coaching Academy, var sjálfur áberandi í rafíþróttafréttum ársins.

Í september tók E­sports Insi­der hann inn í E­sports Hall of Fame, Frægðarhöll rafíþróttanna, við há­tíð­lega at­höfn í Lissabon í Portúgal.

Ólafur Hrafn var tekinn inn í Esports Hall of Fame …
Ólafur Hrafn var tekinn inn í Esports Hall of Fame fyrir framlag hans til valdeflingar næstu kynslóðar afreksfólks í rafíþróttum. Ljósmynd/Skjáskot

Ólafur Hrafn sagðist í raun hafa fengið viðurkenninguna fyrir sinn þátt í því að kynna næstu kynslóð fyrir rafíþróttum og efla hana til frekari dáða.

„Í raun má segja að ég hafi fengið þetta fyrir allt sem búið er að gera fyrir rafíþróttastarfið á Íslandi og síðan það sem við erum búin að vera hjá Esports Coaching Academy,“ sagði Ólafur jafnframt en hann stofnaði ECA eftir að hann hætti sem formaður RÍSÍ.

Stafrænn þjálfari fær styrk

Ólafur Hrafn var aftur í rafíþróttafréttum núna í desember þegar greint var frá því að hann og ECA hefðu hlotið 50 milljón króna styrk frá Tækniþró­un­ar­sjóði til þess að þróa stafrænan aðstoðarþjálfara.

Þá sagðist Ólafur Hrafn þess fullviss að í krafti gervi­greind­ar­inn­ar geti ís­lenska rafíþrótta­hug­mynda­fræðin orðið al­vöru út­flutn­ings­vara. „Ég stend bara ennþá mjög fast­ur í þeirri trú að við hérna á Íslandi, sér­stak­lega þegar kem­ur að gras­rót­inni, höf­um tekið mjög góðar ákv­arðanir og gert mjög góða hluti sem eiga sér enga hliðstæðu á heimsvísu. 

Ólafur Hrafn Steinarsson fyrrum formaður Rafíþróttasambands Íslands, RÍSÍ, og stofnandi …
Ólafur Hrafn Steinarsson fyrrum formaður Rafíþróttasambands Íslands, RÍSÍ, og stofnandi Esports Coaching Academy, ECA. mbl.is/Arnþór Birkisson

Okk­ur er að tak­ast að reka ansi stórt um­hverfi sem þjón­ar og auðgar líf þúsunda, ef ekki tugþúsunda, ein­stak­linga með reglu­bundn­um hætti. Þetta er eitt­hvað sem ég bara bíð eft­ir og hlakka til að sjá önn­ur lönd ná að gera líka,“ sagði Ólaf­ur Hrafn fyrr í þessum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert