RIG fleytir Fortnite rjómann

Gunnar Björn og Stefán Atli sjá um Fortnite-lýsingarnar frá RIG …
Gunnar Björn og Stefán Atli sjá um Fortnite-lýsingarnar frá RIG 2025. Ljósmynd/Aðsend

Margir öflugustu Fortnite-spilarar landsins hófu leika á RIG í gær með tveimur leikjum af fjórum í undankeppninni fyrir tíu manna úrslit síðar í mánuðinum. Kristó­fer Trist­an leiðir keppnina eftir gærkvöldið en Den­as Kazul­is, sigurvegari ELKO-Deildarinnar í fyrra er í 9. sæti.

Kristó­fer Trist­an (iKristoo) er efstur á Reykja­vík In­ternati­onal Games í Fortnite með 64 stig og 12 fellur. Hann sigraði fyrri leikinn en Jens (Jensína) tók heldur betur flugið í seinni leiknum og skaut sér með sigri  í 2. sæti stigatöflunnar en er  þó nokkuð langt á eftir Kristófer með 42 stig og helmingi færri fellur.

Stefán Atli og Gunnar Björn stóðu vaktina í myndveri RÍSÍ og lýstu leikjunum í beinni útsendingu með Aron Fannar í sófanum á hliðarlínunni. Þremenningarnir kom nokkuð á óvart að sigurvegari ELKO-Deildarinnar í fyrra, Den­as Kazul­is (den­as 13), náði aðeins í 9. sæti eftir leikina tvo. 

Denas sigraði ELKO-Deildina 2024 eftir harða baráttu við Kristó­fer Trist­an og er, eftir eina umferð, efstur í ELKO-Deildinni í tvíliðaleik ásamt Jens, æskuvini sínum.

Þótt Kristófer Tristan hafi ekki náð sigri í seinni leiknum voru helstu keppinautar hans í deildinni í fyrra að þvælast mikið fyrir honum því nafni hans, krizzto, og Denas duttu út óvenju snemma.

Stefán Atli benti á að á þessu móti mætti tala um að „Fortnite-kjarninn á Íslandi“ væri mættur til leiks og þarna væru svipaðir leikmenn og voru ítrekað að lenda á topp tíu í deildinni. „Sem segir okkur að þetta eru bara með betri Fortnite-spilurum á Íslandi.“ 

Meðal kunnuglegra spilaranafna sem voru áberandi í þessum upphafsleikjum RIG má auk Denasar og Kristófers til dæmis nefna Sigmar (S1gmarr l2r2), hinn Kristóferinn (krizzto) og Bjarka (Panda).

Gunnar Björn tók undir með Stefáni Atla og sagði þessa spilara svo sannarlega vera búna að sýna og sanna að þeir eigi heima í keppninni.

Undan­keppnin heldur áfram, með seinni leikjunum tveimur, miðviku­dag­inn 22. janú­ar og stóra stundin rennur síðan upp strax á laugardeginum þegar tíu efstu keppendurnir mætast í úrslitum í Laugardalshöll. 25. janúar.

Spilaranöfnin á topp tíu eru mörg kunnugleg en hins vegar …
Spilaranöfnin á topp tíu eru mörg kunnugleg en hins vegar er Denas á óvenjulegum slóðum í neðra laginu. Skjáskot/RÍSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert