Dusty burstaði Kano í Anubis

Ásmundur Viggósson (Pandaz) er kominn frá Þór aftur í Dusty. …
Ásmundur Viggósson (Pandaz) er kominn frá Þór aftur í Dusty. Hann var í banastuði með liðinu gegn Kano og var valinn MVP seríunnar.

Dusty sigraði Kano 2:0 í fyrri umferð undanúrslita RIG í Counter Strike í gærkvöld og mætir því annaðhvort Veca eða Sögu í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á laugardaginn.

Kano og Dusty hófu leika í Nuke þar sem fyrrnefnda liðinu tókst að setja mikla pressu á Dusty sem átti á köflum í vök að verjast en tókst þó að leggja andstæðingana 13:11.

Allt önnur staða var uppi í seinni leiknum sem fór fram í Anubis og lauk 13:4. Sem sagt svokallað „burst“ eins og þeir Tóm­as Jó­hanns­son og Ólaf­ur Hrafn Stein­ars­son sammæltust um en þeir lýstu viðureigninni í beinni út­send­ingu Sjón­varps Sím­ans og á streym­is­rás­um Rafíþrótta­sam­bands­ins.

Ásmundur Viggósson (Pandaz), sem keppti með Þór í Ljósleiðaradeildinni á síðasta tímabili, var funheitur með Dusty í gærkvöld og Ólafur Hrafn tilnefndi hann hiklaust MVP í báðum leikjum og þar með seríunni. 

Seinni umferð undanúrslita RIG verður spiluð á fimmtudaginn og að henni lokinni liggur fyrir hvort það verði Veca eða Saga sem mæta Dusty í úrslitaleiknum sem fer fram í Laugardalshöll á laugardaginn, 25. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert