Bað Mosley að vera heima

Mosley við stjórnvölinn hjá FIA.
Mosley við stjórnvölinn hjá FIA. ap

Salman Bin Hamad Al-Khalifa fursti og krónprins í Barein mæltist til þess við Max Mosley, forseta Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA), að hann kæmi ekki til landsins vegna formúlu-1 kappakstursins um komandi helgi.

Al-Khalifa sagði það óviðeigandi að Mosley yrði viðstaddur mótið eftir að breskt helgarblað birti upplýsingar um þátttöku hans í kynsvalli með fimm gleðikonum í London. 

Fór hann þess á leit við FIA-forsetann að hann kæmi hvergi svo kastljósið yrði á kappaksturinn en ekki einkamál forsetans.

Mosley ráðgerði að fara til Barein en talsmaður FIA hefur staðfest að það muni hann ekki gera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert