Nýr ökumaður í Formúlu 1 á næsta tímabili

Oliver Bearman.
Oliver Bearman. Ljósmynd/Haas

Enski unglingurinn, Oliver Bearman, verður nýr ökumaður Haas í Formúlu 1 kappakstrinum á næsta tímabili.

Hann tók þátt í einum kappakstri fyrir hönd Ferrari á þessu tímabili þegar Carlos Sainz gat ekki tekið þátt í Sádi-Arabíu í mars. Hann stóð sig vel þar og lenti í sjöunda sæti.

Í upphafi tímabilsins gaf Haas út að hin 19 ára gamli Bearman myndi taka þátt á sex æfingum með liðinu yfir tímabilið en þrjár þeirra verða í Englandi um helgina.

„Það er erfitt að setja það í orð hvað þetta þýðir fyrir mig. Að segja það upphátt að ég verði ökumaður í Formúlu 1 á næsta tímabili gerir mig mjög stoltan.

Að vera einn af fáum sem fá að gera það sem mig hefur dreymt um síðan ég var barn er ótrúlegt,“ sagði Bearman.

Óljóst er hver verður liðsfélagi hans á næsta tímabili. Kevin Magnussen vill halda áfram hjá Haas en samningur hans rennur út á þessu ári og það er ekki búið að bjóða honum nýjan. Nico Hulkenberg hefur þegar skrifað undir hjá Sauber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert