Segir vanta baráttu í Verstappen

Max Verstappen er í krísu.
Max Verstappen er í krísu. AFP/Andrej Isakovic

Fyrrverandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Jacques Villeneuve segir Max Verstappen vera ólíkan sjálfan sér þessa dagana en Hollendingurinn hefur fengið færri stig en helsti keppinautur hans, Lando Norris, í þremur keppnum í röð.

Eftir sumarfríið í Formúlu 1 hefur Norris saxað allverulega á Verstappen og nú er munurinn 59 stig á milli ökuþóranna þegar sjö keppnir eru eftir.

Í Aserbaísjan um helgina ræsti Norris fimmtándi, níu sætum aftar en Verstappen, en tókst samt sem áður að enda fyrir framan heimsmeistaranna í fjórða sæti. Villeneuve segir Verstappen ekki berjast fyrir stigunum eins og hann er vanur.

„Max hefur virkað daufur í undanförnum keppnum. Hann er ekki grimmur í brautinni og berst ekki af krafti. Meira að segja í talstöðinni, við heyrum varla í honum. Eitthvað hefur breyst“, sagði Kanadamaðurinn sem varð heimsmeistari árið 1997.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert