Bretinn setur pressu á heimsmeistarann

Lando Norris.
Lando Norris. AFP/Miguel Schincariol

Breski ökuþórinn Lando Norris bar sigur úr býtum í sprettkeppni helgarinnar í brasilíska kappakstrinum.

Norris, sem keyrir fyrir McLaren, sat alla keppnina í öðru sæti alveg þar til í lokin. Oscar Piastri, liðsfélagi Norris, leyfði Bretanum að aka fram úr og taka þar með fyrsta sætið.

Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsti fjórði en náði að komast framhjá Charles Leclerc og hafnaði þar með í þriðja sæti.

Leclerc og Carlos Sainz, ökumenn Ferrari, komu á eftir Verstappen í fjórða og fimmta sæti.

Tímatakan fyrir keppnina á morgun fer fram klukkan 18 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka