Coulthard vinnur sviptingasaman kappakstur í Melbourne

Liðsmenn McLaren fagna Coulthard á mark í Melbourne.
Liðsmenn McLaren fagna Coulthard á mark í Melbourne.

Dav­id Coult­h­ard hjá McLar­en hef­ur tæp­ast haft mikla trú á því er hann stillti bíl sín­um upp á 11. rásstað í Mel­bour­ne að hann ætti eft­ir að aka fyrst­ur yfir enda­markið - en það gerði hann í lok afar svipt­inga­sams kapp­akst­ur. Get­ur vertíðin í Formúlu-1 tæp­ast byrjað bet­ur eft­ir til­breyt­ing­ar­leysi síðasta árs. Óvenju­legt er að hvor­ug­ur Ferr­ariþór­anna komst á verðlaunap­all.

Coult­h­ard þaggaði ekki bara niður í gagn­rýn­end­um sem telja hann hafa misst neist­ann með hinum óvænta en afar spenn­andi sigri. Hann stöðvaði einnig sig­ur­göngu Ferr­ari og kom í veg fyr­ir að Michael Schumacher hafnaði 20. mótið í röð á verðlaunap­alli.

Þá leiðir Coult­h­ard stiga­keppni heims­meist­ara eft­ir mótið í Mel­bour­ne en Schumacher hafði verið í for­ystu í þeirri keppni und­an­far­in tvö og hálft ár, eða 896 daga, frá banda­ríska kapp­akstr­in­um í Indi­ana­pol­is árið 2000.

Sig­ur­inn er hinn 13. sem Coult­h­ard vinn­ur í Formúlu-1 og sá fyrsti frá í Mónakó í fyrra­vor. Sig­ur­inn sann­ar og að McLar­enliðið kann tök­in á þeim breyt­ing­um sem orðið hafa í íþrótt­inni með nýj­um tækni- og keppn­is­regl­um.

Coult­h­ard hóf keppni á sjöttu rás­röð og með sigr­in­um kem­ur hann í veg fyr­ir að Michael Schumacher ynni fjórða árið í röð í Mel­bour­ne. Schumacher varð fjórði en hann virt­ist stefna til sig­urs um tíma en átti eitt þjón­ustu­stopp eft­ir er 13 hring­ir voru á mark. Voru þá jafn­framt fjar­lægðar af bíln­um tætl­ur tveggja vind­skeiða af framan­verðum bíln­um sem brotnuðu af; skemmd­ust lík­lega er hann reyndi að taka fram úr Kimi Räikkön­en hjá McLar­en en varð að víkja og keyra yfir beygju­brík í leiðinni.

Dag­ur­inn var McLar­ens en þetta er fyrsti sig­ur liðsins í Mel­bour­ne frá því Mika Häkk­in­en fór með sig­ur þar af hólmi 1998. Fyr­ir utan sig­ur Coult­h­ards háði Räikkön­en um skeið harðan slag við Schumacher um fyrsta sæti og er heims­meist­ar­inn freistaði einu sinni framúrakst­urs gaf Finn­inn ungi hvergi eft­ir svo að Schumacher hrakt­ist út úr braut­inni. Varð Räikkön­en á end­an­um þriðji en milli þeirra Coult­h­ards varð Juan Pablo Montoya hjá Williams ann­ar á mark.

„Við telj­um okk­ur vissu­lega vera jafn sam­keppn­is­færa og Williams ef ekki Ferr­ari, en við stefn­um að því að brúa bilið sem kann að vera," sagði Coult­h­ard og bætti við að lík­lega tefldi liðið fram nýj­um keppn­is­bíl, 2003-bíln­um í 5.-6. móti.

Montoya tapaði for­skot­inu er ör­ygg­is­bíll­inn kom út

Montoya hafði for­ystu fram­an af, tókst að byggja upp gott for­skot á Schumacher en það fór for­görðum er ör­ygg­is­bíll var send­ur út í braut­ina í nokkra hringi eft­ir að Ru­bens Barrichello hjá Ferr­ari hafði klesst á ör­ygg­is­vegg. Ók hann full djarft í beygju og aðeins hring síðar flaug Ralph firman hjá Jor­d­an út úr sömu beygju og laskaði sinn bíl einnig. Brak úr báðum dreifðist inn á braut­ina.

Montoya var öðru sinni kom­inn með gott for­skot er hann klúðraði því með því að snar­snúa bíln­um á braut­inni og missti þá Coult­h­ard fram úr.

Jarno Trulli hjá Renault varð fimmti á mark, Heinz-Har­ald Frentzen hjá Sauber sjötti, Fern­ando Alon­so hjá Renault sjö­undi og síðasta stigið hreppti Ralf Schumacher hjá Williams. Eft­ir góða frammistöðu fram­an af féllu BAR-bíl­arn­ir niður á við, Jacqu­es Vil­leneu­ve varð ní­undi og Jen­son Butt­on 10, en aðeins hálf sek­únda skildi þá að.

Með ár­angri sín­um fékk Renault fleiri stig úr mót­inu en Ferr­ari og því í þriðja sæti í keppni bílsmiða, á eft­ir McLar­en og Williams.

Ræsingin í Melbourne, fyrsta móti ársins 2003.
Ræs­ing­in í Mel­bour­ne, fyrsta móti árs­ins 2003.
Coulthard ekur inn í bílskúrareinina eftir sigurhring í Melbourne.
Coult­h­ard ekur inn í bíl­skúr­arein­ina eft­ir sig­ur­hring í Mel­bour­ne.
Coulthard hrósar sigri í Melbourne.
Coult­h­ard hrós­ar sigri í Mel­bour­ne.
Fyrstu þrír á fyrsta verðelaunapalli ársins 2003. Juan Pablo Montoya …
Fyrstu þrír á fyrsta verðelaunap­alli árs­ins 2003. Juan Pablo Montoya (l.t.v.) , Dav­id Coult­h­ard og Kimi Räikkön­en.
Coulthard hefur sigurlaunin á loft í Melbourne.
Coult­h­ard hef­ur sig­ur­laun­in á loft í Mel­bour­ne.
Räikkönen hampar þriðja sætinu á verðlaunapallinum í Melbourne.
Räikkön­en hamp­ar þriðja sæt­inu á verðlaunap­all­in­um í Mel­bour­ne.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert