Hermt er að Ford-verksmiðjurnar bjóði Jagúarliðið nú við vægu verði gegn því að kaupandinn tryggi daglegan rekstur þess næstu þrjú árin.
Ford vill selja liðið sem starfandi fyrirtæki og að það verði ekki brotið upp eða lagt niður.
Sá áhugi bandaríska bílaframleiðandans er sagður skiljanlegur í ljósi þess að hverfi liðið úr Formúlu-1 þurfi Ford að borga 75 milljónir dollara fyrir að uppfylla ekki samning sinn við Alþjóðaakstursíþróttasambandið (FIA) sem kveður m.a. á um að Jagúarliðið skuli mæta til leiks næstu þrjú ár.