Kubica slapp ómeiddur og fer af spítala á morgun

Stórlaskaður skellur bíll Kubica á vegg í Montreal.
Stórlaskaður skellur bíll Kubica á vegg í Montreal. reuters

Robert Kubica slapp ómeiddur eftir tvo harða skelli á öryggisveggjum í Montreal og margar veltur BMW-bílsins þar á milli. Hann fær að fara heim af sjúkrahúsi á morgun.

Kubica rakst utan í Toyotu Jarno Trulli í stöðubaráttu á leið inn að hárnálarbeygjunni í Montreal. Við það tókst bíllinn á loft á botnferð og skall mjög harkalega á steinvegg, valt síðan margar veltur yfir brautina og staðnæmdist eftir skell á vegg handan hennar.

Eftir skoðun í heilsugæslustöð brautarinnar flutti þyrla Kubica á sjúkrahús í Montreal. Fyrstu fregnir voru á þá lund að hann hefði fótbrotnað, en nú virðist sem hann hafi alveg sloppið við meiðsl önnur en mar af völdum högga.

Liðsstjóri BMW, Mario Theissen, sagðist í kvöld hafa fengið þær upplýsingar frá sjúkrahúsinu að Kubica væri óslasaður. „Hann verður hafður til eftirlits á spítalanum í nótt en fær að fara heim af honum í fyrramálið,“ sagði Theissen.

Hann sagði að Kubica hafi misst meðvitund eitt augnablik við lokaskell bílsins er hann staðnæmdist á steinvegg. Theissan sagði að það væri í raun ótrúlegt hversu vel hann slapp.

Hann sagði of snemmt að segja hvort Kubica keppir í bandaríska kappakstrinum í Indianapolis um næstu helgi eða ekki. „Sú ákvörðun verður tekin eftir læknisskoðun í Indianapolis, ekki fyrr,“ sagði hann.

Björgunarmenn vinna að því að ná Kubica úr flakinu.
Björgunarmenn vinna að því að ná Kubica úr flakinu. reuters
Bíll Kubica kútvelur af einum vegg yfir á annan.
Bíll Kubica kútvelur af einum vegg yfir á annan. reuters
Kubica á leið á sjúkrahús í Montreal.
Kubica á leið á sjúkrahús í Montreal. reuters
Bíll Kubica numinn staðar.
Bíll Kubica numinn staðar. reuters
Bíll Kubica skellur á vegriði.
Bíll Kubica skellur á vegriði. reuters
Bíll Kubica kútvelur af einum vegg yfir á annan.
Bíll Kubica kútvelur af einum vegg yfir á annan. reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert