Kubica lifði af 75 falda þyngdaraflshröðun

Kubica hafnar á seinni öryggisveggnum.
Kubica hafnar á seinni öryggisveggnum. reuters

Tölvugögn úr BMW-bíl Robert Kubica sýna að hann slapp nær ómeiddur úr hryllilegum árekstri í formúlu-1 kappakstrnium í Montreal þar sem hann hlaut högg er jafngildir 75 faldri þyngdaraflshröðun. Bíllinn skall á öryggisvegg á 230 km/klst hraða og höggið sem Kubica fékk við það mældist mest 75 svonefnd g á millisekúndu.

Gögn þessi koma fram í slysarita (adr) sem innbyggður er í keppnisbíl BMW og komið fyrir undir bensíntanknum að baki bílstjórasætinu. Búnaður sá nemur og skráir gögn úr um 200 skynjurum hér og þar í bílnum meðan á kappakstri stendur.

Sérfræðingar Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) hafa rannsakað gögnin. Í skýrslu þeirra að rannsókn lokinni segir, að allur öryggisbúnaður bílsins svo og hjálmur og háls- og höfuðverndarbúnaður ökuþórsins hafi reynst eins og til væri ætlast í óhappi, eða fullkomlega.

"Um leið og við erum í algjöru áfalli yfir ofsa slyssins erum við í sjöunda himni yfir því að sjá að Robert er tiltölulega ómeiddur. Við erum afar sáttir við hvernig bílgrindin og lífhjúpurinn stóðust," segir tæknistjóri BMW, Willy Rampf.

"Við styttum okkur aldrei neinar leiðir varðandi grindina, höfum öryggið í fyrirrúmi og það hefur skilað sér. Ekki má gleyma því að lífhjúpurinn er mjög flókin smíði, samanstendur úr um 1.000 koltrefjapörtum, kevlarefni, sexstrendinga stoðgrind og málmi," bætir Rampf við.

Kubica bar hvorki né sýndi merki hins harða skells er …
Kubica bar hvorki né sýndi merki hins harða skells er hann var útskrifaður af spítalanum innan við sólarhring frá slysinu. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert