Brescia býður Birni til æfinga

Björn Bergmann Sigurðsson, knattspyrnumaður úr 3. flokki ÍA, hefur fengið boð um að koma til æfinga hjá ítalska liðinu Brescia. Liðið féll úr efstu deild á síðasta tímabili en liðið er sem stendur í efsta sæti næstefstu deildar, Serie B.

Björn er á yngra ári í 3. fl. og stundar nám í 10. bekk Brekkubæjarskóla en hann lék 14 leiki með 2. fl. karla í sumar og skoraði 14 mörk. Björn mun fara til Ítalíu á næstu vikum og verður þar í 7-10 daga, að sögn Sigurðar Haraldssonar föður hans.

Norska liðið Rosenborg hafði áhuga á að fá Björn til æfinga eftir að tímabilinu lýkur í Noregi en ólíklegt er að Björn fari nema í eina slíka ferð í haust. "Drengurinn er í grunnskóla og það verður því að halda þessum ferðum í lágmarki. Það eru fleiri lið sem hafa verið í sambandi við okkur en það er ólíklegt að hann sé á förum í atvinnumennsku á næstu misserum - það er nægur tími til stefnu," sagði Sigurður. Björn á þrjá bræður sem hafa allir leikið sem atvinnumenn í knattspyrnu en þeir eru Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir en Þórður og Bjarni leika með ÍA og Jóhannes með AZ Alkmaar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert