Innköstin taka ekki of mikla orku

Ásta Árnadóttir.
Ásta Árnadóttir. Eggert Jóhannesson

Óhætt er að segja að vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, Ásta Árnadóttir, hafi stolið senunni í leiknum gegn Slóvenum. Ásta sýndi mögnuð tilþrif þegar hún tók innköst í nokkur skipti með því að fara heljarstökk áður en hún grýtti boltanum inn á vítateig Slóvena:

,,Ég hef ekkert gert af þessu með Val, því Pála og Sif eru báðar með kröftug innköst. En það er gaman að breyta til með landsliðinu. Ég er búinn að taka svona innköst með landsliðinu erlendis, bæði í Finnlandsleikjunum og Serbíu-leiknum. Í fyrra ákváðum við að prófa hvernig þetta kæmi út og maður nær bara að kasta ansi langt með þessum hætti og lengra en með venjulegri aðferð. Þannig að það er ágætt,“ sagði Ásta í samtali við Morgunblaðið að leiknum loknum.

Ein tilraun hennar mistókst í síðari hálfleik en Ásta lét sér það í léttu rúmi liggja og þakkaði eftirminnilega fyrir sig þegar henni var skipt af leikvelli á 69. mínútu. Þá fór hún heljarstökk með þvílíkum tilþrifum að fimleikakona í gólfæfingum hefði verið fullsæmd af. Enda rifnaði þakið nánast af stúku Laugardalsvallar:

Ásta Árnadóttir.
Ásta Árnadóttir. Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka