Garðar er á skotskónum

Garðar Jóhannsson í leik með Val.
Garðar Jóhannsson í leik með Val. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Garðbæingurinn Garðar Jóhannsson átti hreint út sagt stórkostlegan leik á laugardaginn þegar lið hans, Fredrikstad, vann 4:0-sigur á Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Garðar skoraði tvö mörk og lagði svo upp eitt. Í fyrra markinu gerði hann mjög vel og kom boltanum í netið af stuttu færi eftir mikla baráttu við varnarmann Lilleström. Síðara mark Garðars var afar glæsilegt en þá átti hann flott skot utarlega í teignum vinstra megin og lyfti knettinum yfir markvörð andstæðinganna.

Það er meira í Mogganum í dag, meðal annars er spjallað þar við Garðar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka