Fyrsta tap Íslendinga gegn Færeyingum

Úr leik Íslands og Færeyja í Kórnum.
Úr leik Íslands og Færeyja í Kórnum. Morgunblaðið/ Golli

Íslendingar töpuðu fyrir Færeyingum, 2:1, í vináttulandsleik sem háður var í Kórnum í dag. Fróði Benjamínsen og sjálfsmark Guðjóns Árna Antoníussonar gerðu mörk Færeyinga í fyrri hálfleik en Jónas Guðni Sævarsson minnkaði muninn fyrir Íslendinga þremur mínútum fyrir leikslok. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar tapa fyrir Færeyingum. Þetta var 22. leikur þjóðanna og fyrir leikinn í dag höfðu Íslendingar unnið 20 þeirra.

Textalýsing er hér :

88. MARK!! Jónas Guðni Sævarsson minnkaði muninn í 2:1, með hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínu eftir sendingu frá Óskari Erni Haukssyni.

79. Tvölföld skipting hjá Íslendingum. Guðmundur Kristjánsson og Matthías Guðmundsson koma inná fyrir Rúrik Gíslason og Davíð Þór Viðarsson. Atli Sveinn Þórarinsson er tekinn við fyrirliðabandinu.

75. Guðmundur Reynir Gunnarsson er kallaður af velli og í hans stað kemur Blikinn Kristinn Jónsson.  Íslendingar hafa sótt nokkuð stíft nær allan seinni hálfleikinn en hefur ekki tekist að minnka muninn.

68. Gunnar Nielsen markvörður Færeyinga sýndi frábær tilþrif þegar hann varði bakfallsspyrnu frá varamanninum Matthíasi Vilhjálmssyni.

65. Rúrik Gíslason komst í dauðafæri eftir skallasendingu frá Gunnari Má Guðmundssyni en Rúrik missti boltann frá sér sem hafnaði í höndum markvarðar Færeyinga. Íslendingar hafa náð góðri pressu og hafa öll völd á vellinum þessa stundina.

60. Íslendingar gera sína þriðju breytingu. Guðjón Baldvinsson fer af velli og inná í hans stað kemur Gunnar Már Guðmundsson úr Fjölni.

46. Tvær breytingar voru gerðar á íslenska liðinu í hálfleik. Jóhann Berg Guðmundsson og Eyjólfur Héðinsson eru farnir af velli og í þeirra stað eru komnir Óskar Örn Hauksson og Matthías Vilhjálmsson.

45. Hinn heimskunni dómari Mike Riley hefur flautað til leikhlés. Færeyingar eru 2:0 yfir og komu bæði mörkin eftir aukaspyrnur frá Súna Olsen. Það fyrra skoraði Fróði Benjamínsen og það síðara var sjálfsmark Guðjóns Árna Antoníussonar.

41. MARK!! Færeyingar eru komnir í 2:0 en eftir auskpyrnu frá Súna Ólsen varð Guðjón Árni Antoníusson fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark.

37. Gunnar Nielsen markvörður Færeyinga sýndi snillartilþrif þegar hann varði glæsilega aukaspyrnu Jóhanns Bergs rétt utan vítateigs.

35. Atli Sveinn Þórarinsson fékk ágætt færi en kollspyrna hans fór rétt yfir markið.

25. Atli Sveinn Þórarinsson átti ágætan skalla eftir góða sendingu frá Jóhanni Berg en markvörður Færeyinga var vel á verði.

21. MARK!! Fróði Benjamínson, fyrrum leikmaður Frram, skallaði laglega í netið eftir vel tekna aukaspyrnu frá Súna Olsen.

18. Bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson átti fast skot sem markvörður Færeyinga varði vel og rétt á eftir munaði minnstu að Rúrik Gíslasyni tækist að stýra boltanum í netið með höfðinu.

13. Færeyingar fengu fínt færi en eftir hornspyrnu skallaði Egil á Bo framhjá markinu.

10. Íslendingar hafa verið einum manni færri síðustu mínúturnar en fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson fékk skrámu í andlitið og þarf að gera að meiðslum hans.

4. Ísland á fyrsta markskotið í leiknum en eftir ágæta sókn fékk Jónas Guðni ágætt færi en skot hans fór beint í fangið á Gunnari Nielsen markverði Færeyinga.

Lið Íslands: Markvörður: Stefán Logi Magnússon (KR)
Hægri bakvörður: Guðjón Árni Antoníusson (Keflavík)
Vinstri bakvörður: Guðmundur Reynir Gunnarsson (GAIS)
Mðverðir: Bjarni Ólafur Eiríksson (Val) og Atli Sveinn Þórarinsson (Val)
Tengiliðir:
Jónas Guðni Sævarsson (KR), Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði (FH) og Eyjólfur Héðinsson (GAIS).
Hægri kantur: Rúrik Gíslason (Viborg)
Vinstri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Framherji: Guðjón Baldvinsson (GAIS).

Varamenn: Þórður Ingason (Fjölni), Kristinn Jónsson (Breiðabliki), Matthías Guðmundsson (FH), Guðmundur Kristjánsson (Breiðabliki), Gunnar Már Guðmundsson (Fjölni), Matthías Vilhjálmsson (FH), Óskar Örn Hauksson (KR).

Lið Færeyja: Gunnar Nielsen, Jónas Þór Næs, Einar Hansen, Johan Davidsen, Egil á Bo, Guðmund Nielsen, Fróði Benjamínsen, Súni Olsen, Bogi Lokin, Andreas Olsen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka