Stefán Gíslason skoðar möguleika í Noregi

Stefán Gíslason er líklega á förum frá Bröndby.
Stefán Gíslason er líklega á förum frá Bröndby. mbl.is/Ómar

„Ég tel vel mögulegt að ég hafi spilað minn síðasta leik fyrir Bröndby. Ég er ekki inni í myndinni nú frekar en síðustu mánuði og það er nú bara einfaldlega þannig að félagið vill losna við mig. Ég er að skoða nokkra möguleika, meðal annars í Noregi, og gera upp hug minn ásamt fjölskyldunni og væntanlega skýrast málin í þessum mánuði,“ sagði landsliðsmaðurinn Stefán Gíslason við Morgunblaðið í gær en Stefán hefur ekki farið leynt með að hann er ósáttur við stöðu sína hjá liðinu og vonast til að komast að hjá nýju félagi.

Stefán hafði gert sér vonir um að geta yfirgefið Bröndby í janúarglugganum en ekkert varð af því.

Í sumar á hann tvö ár eftir af samningi sínum við Bröndby en hann getur ekki skipt um félag innan Danmerkur núna þar sem félagaskiptaglugginn lokaðist um mánaðamótin en hann gæti farið til Noregs. Hafa nokkur norsk úrvalsdeildarlið sýnt honum áhuga en Stefán lék með Strömsgodset og Lyn í Noregi áður en hann gekk í raðir Bröndby árið 2007.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert