Helgi Valur samdi við AIK

Helgi Valur Daníelsson í baráttu við Arjen Robben í landsleik …
Helgi Valur Daníelsson í baráttu við Arjen Robben í landsleik Íslands og Hollands. mbl.is/Golli

Helgi Valur Daníelsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gekk í morgun frá samningi til hálfs fjórða árs við sænsku meistarana AIK frá Stokkhólmi. Hann var laus allra mála frá Hansa Rostock í Þýskalandi eftir að liðið féll óvænt niður í 3. deildina þar í landi í vor.

Ólafur Garðarsson umboðsmaður staðfesti þetta við mbl.is rétt í þessu.

Helgi kannast vel við sig í Svíþjóð því hann lék með Öster og síðan Elfsborg áður en hann gekk til liðs við Hansa Rostock í janúar á þessu ári.

AIK er eitt stærsta félag Svíþjóðar en liðið hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili, eftir að hafa unnið meistaratitilinn í fyrra. Það tekur þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðar í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert