Skrifaði undir þriggja ára samning í höfuðborginni

Daniele De Rossi, knattspyrnustjóri Roma.
Daniele De Rossi, knattspyrnustjóri Roma. AFP/Filippo Monteforte

Daniele De Rossi, knattspyrnustjóri Roma, hefur skrifað undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið.

De Rossi tók við stjórnartaumunum af José Mourinho til bráðabirgða í janúar síðastliðnum en Roma tilkynnti svo í apríl að hann hefði verið ráðinn til frambúðar.

Í þeirri tilkynningu var ekki tekið fram hve langur nýi samningurinn væri en nú er það komið á hreint að De Rossi stýrir Roma, þar sem hann lék í 18 ár sem leikmaður, til sumarsins 2027.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert