Brynjólfur kynntur hjá Groningen (myndskeið)

Brynjólfur Willumsson er leikmaður FC Groningen.
Brynjólfur Willumsson er leikmaður FC Groningen. Ljósmynd/FC Groningen

Brynjólfur Willumsson hefur skrifað undir samning við hollenska úrvalsdeildarliðið Groningen. Í myndbandi á samfélagsmiðlum félagsins segist Brynjólfur vera ánægður að spila í grænu á nýjan leik.

Brynjólfur gengur til liðs við hollenska félagið frá norska liðinu Kristiansund og í myndböndum á samfélagsmiðlum segist Brynjólfur vera hæstánægður með vistaskiptin. Sóknarmaðurinn hefur orð á því að hann sé ánægður með græna litinn sem umlykur allt þar sem hans félag á Íslandi, Breiðablik, spili í grænu.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert