Yfirgefur Barcelona í sumar

Lucy Bronze leitar sér að nýju félagi þessa dagana.
Lucy Bronze leitar sér að nýju félagi þessa dagana. AFP

Knattspyrnukonan Lucy Bronze er á förum frá Barcelona en samningur hennar rennur út í sumar. Bronze vann Meistaradeildina tvisvar með spænska liðinu, tvo spænska meistaratitla og þrjá bikartitla.

Bronze er einn besti varnarmaður heims og hefur leikið 123 landsleiki fyrir England. Hún spilaði í þrjú ár með Lyon þar sem hún vann Meistaradeildina þrisvar sinnum en að auki hefur hún spilað fyrir Everton, Liverpool og Manchester City í heimalandinu.

Paris Saint-Germain og Kansas City eru taldir líklegir áfangastaðir en mikill áhugi á henni er frá öðrum liðum í bandarísku kvennadeildinni, NWSL, sem og heima á Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert