María á förum frá Hollandi

María Catharina Ólafsdóttir Gros í leik með Þór/KA.
María Catharina Ólafsdóttir Gros í leik með Þór/KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnukonan María Catharina Ólafsdóttir Gros er á förum frá hollenska félaginu Fortuna Sittard og hugur hennar stefnir til Svíþjóðar.

María staðfestir við fotbolti.net að hún hafi hafnað samningstilboði Sittard og sé í viðræðum við sænskt félag. María á ættir að rekja til Svíþjóðar.

María hefur leikið fyrir Sittard síðan í janúar 2023 en hún gekk til liðs við félagið frá Þór/KA sem er hennar uppeldisfélag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert