Valgeir lagði upp mark

Valgeir Valgeirsson lagði upp annað mark Örebro í dag.
Valgeir Valgeirsson lagði upp annað mark Örebro í dag. Ljósmynd/oskfotboll

Knattspyrnumaðurinn Valgeir Valgeirsson lagði upp mark í 3:1 sigri Örebro gegn Sundsvall í sænsku B-deildinni í dag.

Örebro er nú í 10. sæti með 16 stig eftir 14 leiki.

Örebro var 1:0 yfir í fyrri hálfleik en Sundsvall jafnaði metin á 79. mínútu. Markið sem Valgeir lagði upp kom svo Örebro aftur yfir en það skoraði Peter Gwargis. Kalle Holmberg skoraði svo þriðja mark Örebro á fimmtu mínútu uppbótartímans.

Valgeir spilaði allan leikinn og þetta var þriðja stoðsending hans á tímabilinu, og annar leikurinn í röð þar sem hann leggur upp mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert