Argentína á siglingu (myndskeið)

Lautaro Martinez afgreiddi Perú í nótt með tveimur mörkum.
Lautaro Martinez afgreiddi Perú í nótt með tveimur mörkum. AFP/Chris Arjoon

Lautaro Martinez skoraði bæði mörk Argentínu í 2:0 sigri á Perú í lokaleik A-riðils Ameríkubikarsins í nótt. Chile og Kanada gerðu markalaust jafntefli á sama tíma.

Angel Dí María lagði upp fyrra mark Martinez á Miami í nótt og það síðara gerði Martinez eftir klaufagang í vörn Perúmanna. Argentína hafa spilað afskaplega vel til þessa og hafa enn ekki fengið á sig mark á mótinu.

Kanada fylgir heimsmeisturunum upp úr riðlinum eftir 0:0 jafntefli gegn Chile sem þurfti á sigri að halda til að komast í átta liða úrslit. David Suazo gerði Chile erfitt fyrir þegar hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir einungis 27 mínútna leik.

Seinna gula spjalið var strangur dómur en hann má sjá í myndbandi hér að neðan ásamt mörkum Lautaro Martinez.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert