Neitaði að taka í hönd Pulisic

Christian Pulisic í leik með bandaríska landsliðinu.
Christian Pulisic í leik með bandaríska landsliðinu. LOUIS GRASSE

Christian Pulisic var allt annað en sáttur með dómarateymið eftir leik Bandaríkjanna og Úrúgvæ í Ameríkubikarnum í fótbolta í nótt. Dómari leiksins neitaði að taka í hönd sóknarmannsins í leikslok.

Pulisic virtist hvetja dómaratríóið til að fagna með liði Úrúgvæja í leikslok en Bandaríkjamenn hafa lokið keppni eftir 1:0-tap næturinnar. Mat­hi­as Oli­vera skoraði eina mark leiksins.

Bandaríkjamenn hafa valdið vonbrigðum á mótinu og þurfa að sjá á eftir sæti í átta liða úrslitum til Panama sem fylgir Úrúgvæ upp úr riðlinum

Dómara leiksins, Kevin Ortega Pimentel frá Perú, var ekki skemmt og tók ekki í hönd Pulisic. Atvikið má sjá í myndböndunum hér að neðan.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert