Liðsfélagi Sveindísar til United

Dominique Janssen.
Dominique Janssen. AFP/John Thys

Miðvörðurinn Dominique Janssen snýr aftur í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu frá Wolfsburg þar sem hún spilaði með Sveindísi Jane Jónsdóttir.

Janssen var í Arsenal áður en hún skipti yfir í Wolfsburg árið 2019 en þar spilaði hún 98 leiki og skoraði 20 mörk. Hún vann deildina, deildarbikarkeppnina og bikarkeppnina í Englandi með Arsenal og var deildar- og bikarmeistari með Wolfsburg.

Hún er lykilleikmaður í hollenska landsliðinu og hefur spilað 112 leiki fyrir liðið og skorað sex mörk. 

Hún skrifaði undir samning sem gildir til júní 2027 með möguleika á að bæta við ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert