Öskrandi í klefanum með Metallica í eyrunum

„Árið 2009 var frábært ár í Árbænum,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, í Dagmálum.

Ásgeir Börkur, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna eftir síðasta keppnistímabil en hann er hvað þekktastur fyrir tíma sinn með uppeldisfélagi sínu Fylki og var á meðal litríkustu karakteranna í íslenska boltanum lengi vel.

Stemningsmenn í klefanum

Ásgeir Börkur stimplaði sig rækilega inn í Fylkisliðið sumarið 2009 þegar Ólafur Þórðarson stýrði liðinu en Fylkismenn enduðu í 3. sæti deildarinnar.

„Það var ótrúlega mikið af stemningsmönnum í klefanum,“ sagði Ásgeir Börkur.

„Við fengum einhvern markmann þarna á miðju tímabili, Ólafur Þór Gunnarsson hét hann, og hann var búsettur í Bandaríkjunum á þessum tíma. Óli Þórðar plataði hann heim til þess að koma að spila með Fylki.

Hann stóð inn í klefa fyrir leik, með Metallica í eyrunum, bombandi bolta í vegginn og svo öskraði hann eins hátt og hann gat inn á milli. Ég held að hans karakter og orkustig hafi orðið til þess að við áttum frábært tímabil,“ sagði Ásgeir Börkur meðal annars.

Viðtalið við Ásgeir Börk í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ólafur Þór Gunnarsson í leik með Valsmönnum árið 2015.
Ólafur Þór Gunnarsson í leik með Valsmönnum árið 2015. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert