Íslendingaliðið vann fallslaginn

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði í dag.
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim

Norrköping hafði betur gegn Kalmar í fallbaráttunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Arnór Traustason var í byrjunarliði Norrköping og Ísak Andri Sigurgeirsson kom inn á í hálfleik þegar liðið vann mikilvænag, 2:0, sigur.


Fyrirliðinn Christoffer Nyman skoraði bæði mörk liðsins sem er nú í 14. sæti, einu stigi frá fallsæti en í sæti sem fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

Botnbaráttan er mjög hörð en Norrköping er með 17 stig, Kalmar með 16 í 15. sæti og fimm lið erum með 18 stig eftir 15 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert