Tveggja ára bið Real á enda

Endrick.
Endrick. Ljósmynd/Real Madríd

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Endrick var kynnt­ur sem nýr leikmaður spænska knattspyrnufélagsins Real Madríd  í dag en hann skrifaði undir samning fyrir tveimur árum.

Real þurfti að bíða í tvö ár eftir sóknarmanninum sem hann var aðeins 16 ára þegar hann skrifaði undir en leikmenn þurfa að vera 18 ára til að gera félagsskipti á milli landa.

Hann kemur til Real frá Pal­meiras í heimalandinu þar sem hann skoraði 21 mark í 82 leikjum. Endrick hefur spilað 10 leiki með brasilíska landsliðinu og keppti með liðinu í Ameríkubikarnum í sumar. 

Hann spilar í treyju númer níu með Brasilíu en Kylian Mbappé fékk á treyju þegar hann kom fyrr í mánuðinum og Endrick mun spila í treyju númer 16. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert