Senda frá sér yfirlýsingu vegna Orra Steins

Óskar Hrafn Þorvaldsson, faðir, og Orri Steinn Óskarsson, sonur, ræða …
Óskar Hrafn Þorvaldsson, faðir, og Orri Steinn Óskarsson, sonur, ræða málin á Kópavogsvelli. mbl.is/Hákon Pálsson

Danska knattspyrnufélagið FC Köbenhavn hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson. 

Orri Steinn er afar eftirsóttur en hann hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City. 

Þá hafa lið á Spáni einnig augastað með Orra en FC Köbenhavn sendi það frá sér að spænskt félag hafi boðið í Orra Stein. 

Samkvæmt danska miðlinum Bold flaug Jok­in Aperri­bay, for­seti spænska ­fé­lags­ins Real Sociedad, til Kaup­manna­hafn­ar á dög­un­um og átti þar fund með for­ráðamönn­um Kö­ben­havn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert