Danir unnu - dramatík í Glasgow - jafntefli meistaranna

Ricardo Rodriguez frá Sviss reynir að stöðva Danann Kasper Dolberg …
Ricardo Rodriguez frá Sviss reynir að stöðva Danann Kasper Dolberg á Parken í kvöld. AFP/Mads Claus Rasmussen

Danir unnu mikilvægan heimasigur á Sviss, 2:0, í fyrstu umferð Þjóðadeildar karla í fótbolta en þjóðirnar mættust í A-deildinni á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld.

Svisslendingar fengu tvö rauð spjöld í síðari hálfleiknum og það vóg þungt. Þeir misstu Nico Elvedi af velli í byrjun síðari hálfleiks og Danir náðu að nýta sér liðsmuninn þegar Patrick Dorgu skoraði á 82. mínútu, 1:0.

Fimm mínútum síðar fékk Granit Xhaka, miðjumaður Sviss, líka rauða spjaldið og í uppbótartímanum bættu Danir við marki gegn níu Svisslendingum þegar Pierre-Emile Höjbjereg skoraði, 2:0.

Í hinum leik riðilsins máttu Evrópumeistarar Spánar sætta sig við markalaust jafntefli gegn Serbíu í Belgrad.

Portúgal vann Króatíu, 2:1, í Lissabon þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sitt 900. mark á ferlinum og félagi hans Diogo Dalot skoraði fyrir bæði liðin - kom Portúgal yfir á 7. mínútu eftir sendingu frá Bruno Fernandes og minnkaði svo muninn í 2:1 með sjálfsmarki undir lok fyrri hálfleiks.

Skotar áttu góða endurkomu á heimavelli í Glasgow gegn Pólverjum en urðu að lokum að sætta sig við ósigur, 3:2. 

Sebastian Szymanski og Robert Lewandowski (vítaspyrna) komu Pólverjum í 2:0 í fyrri hálfleik en Billy Gilmour minnkaði muninn strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og Scott McTominay jafnaði fyrir Skota á 76. mínútu, 2:2.

Þegar allt stefndi í jafntefli fengu Pólverjar vítaspyrnu á sjöundu mínútu í uppbótartímanu mog úr henni skoraði Nicola Zalewski sigurmark þeirra, 3:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert