Er loksins orðinn númer eitt

Marc-André ter Stegen á fréttamannafundi í gær.
Marc-André ter Stegen á fréttamannafundi í gær. AFP/Alexandra Beier

Marc-André ter Stegen er hæstánægður með að vera loksins orðinn markvörður númer eitt hjá þýska karlalandsliðinu í knattspyrnu eftir að Manuel Neuer lagði landsliðshanskana á hilluna.

Ter Stegen er 32 ára og á að baki 40 A-landsleiki frá árinu 2012 en hinn 38 ára gamli Neuer lék 124 landsleiki á árunum 2009 til 2024.

„Þetta er allt öðruvísi tilfinning. Ég er ánægður með að biðin sé nú á enda og nýja verkefnið sem bíður mín.

Svo ég sé hreinskilinn hafa komið tímapunktar þar sem maður hefur hugsað: „Vá, þetta var enn eitt höggið.“ Því oftast hefur Neuer verið valinn í markið.

Það hefur að sjálfsögðu verið svekkjandi en maður neyðist til þess að sætta sig við það. Maður verður að upplifa þetta og sætta sig við það. Þegar allt kemur til alls var þetta þess virði,“ sagði ter Stegen á fréttamannafundi í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert