Biður stjörnu Arsenal afsökunar

Christoph Baumgartner bað Martin Ødegaard afsökunar.
Christoph Baumgartner bað Martin Ødegaard afsökunar. AFP/Jure Makovec

Austurríski knattspyrnumaðurinn Christoph Baumgartner hefur beðið Martin Ødegaard norskan fyrirliða Arsenal innilegrar afsökunar á að hafa slasað hann er landslið þjóðanna mættust í Þjóðadeildinni á mánudag.

Ødegaard verður frá keppni næstu þrjár vikurnar eða svo eftir tæklingu frá Baumgartner en Norðmaðurinn varð að fara af velli á 66. mínútu.

„Ég ætlaði alls ekki að meiða þennan magnaða leikmann og ég bið hann innilegrar afsökunar. Ég óska honum alls hins besta og vona að hann komi sterkari til baka,“ skrifaði sá austurríski á Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert