Áfall fyrir Chelsea

Sophie Ingle, lengst til vinstri, í leik með Wales gegn …
Sophie Ingle, lengst til vinstri, í leik með Wales gegn Íslandi á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sophie Ingle, miðjumaður Chelsea og leikmaður velska landsliðsins í knattspyrnu, varð fyrir því óláni að skadda krossband í hnéi í vináttuleik með félagsliði sínu í síðustu viku.

Ingle fékk högg á hnéð í 9:0-sigri Chelsea á Feyenoord laugardaginn 7. september og leiddi myndataka í ljós að krossbandið hafi skaddast.

Hún mun gangast undir skurðaðgerð og verður af þeim sökum frá um skeið. Í tilkynningu frá Chelsea segir ekki að krossbandið hafi slitnað og því er ekki loku fyrir það skotið að Ingle spili aftur á þessu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert