Orri þarf að bíða lengur

Orri Steinn Óskarsson hefur ekki getað fagnað sigri með Real …
Orri Steinn Óskarsson hefur ekki getað fagnað sigri með Real Sociedad. Árni Sæberg

Mallorca hafði betur gegn Real Sociedad, 1:0, á heimavelli í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varamaður hjá gestunum á 60. mínútu en tókst ekki að skora sitt fyrsta mark fyrir nýja liðið sitt.

Tímabil Sociedad hefur verið erfitt hingað til og er liðið í 16. sæti af 20 liðum með fjögur stig eftir sex leiki. Hefur Orri ekki fagnað sigri með liðinu enn þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert