Ronaldo fær nýjan stjóra

Cristiano Ronaldo og félagar fá nýjan stjóra.
Cristiano Ronaldo og félagar fá nýjan stjóra. AFP/Fayez Nureldine

Sádiarabíska knattspyrnufélagið Al-Nassr hefur vikið Portúgalanum Luis Castro frá störfum eftir aðeins þrjár umferðir í deildinni þar í landi.

Al-Nassr, með Cristiano Ronaldo í aðalhlutverki, hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu þremur í deildinni á leiktíðinni.

Ítalinn Stefano Pioli er líklegastur til að taka við liðinu. Hann stýrði síðast AC Milan í fimm ár og gerði liðið að ítölskum meistara árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert