Dramatískt sigurmark Atlético – Barcelona tapaði

Jose Gimenez skorar sigurmarkið.
Jose Gimenez skorar sigurmarkið. AFP/Oscar del Pozo

Atlético Madrid vann dramatískan sigur á Leipzig, 2:1, í fyrstu umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Madríd í kvöld.

Benjamin Sesko kom Leipzig yfir strax á 4. mínútu en Antoine Griezmann jafnaði á 28. mínútu. Stefndi allt í að liðin myndu skipta með sér stigunum en varnarmaðurinn José María Giménez skoraði sigurmark Atlético á lokamínútunni.

Robert Lewandowski og félagar töpuðu í Mónakó.
Robert Lewandowski og félagar töpuðu í Mónakó. AFP/Miguel Medina

Öllu verr gekk hjá Barcelona sem heimsótti Mónakó. Fór svo að franska liðið vann heimasigur, 2:1.

Eric García hjá Barcelona fékk rautt spjald strax á 11. mínútu og Maghnes Akliouche kom Mónakó yfir fimm mínútum síðar. Undrabarnið Lamine Yamal svaraði fyrir Barcelona á 28. mínútu en Maghnes Akliouche gerði sigurmark Mónakó á 71. mínútu.

Loks vann Brest heimasigur á Sturm Graz, 2:1. Hugo Magnetti og Abdallah Sima skoruðu fyrir Brest. Edimilson Fernandes jafnaði þess á milli með sjálfsmarki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert