Nefna götu eftir Keisaranum

Franz Beckenbauer
Franz Beckenbauer AFP

Borgaryfirvöld í München hafa ákveðið að nefna götuna sem Ólympíuleikvangurinn í borginni stendur við í höfuðið á Franz Beckenbauer sem lést fyrr á árinu.

Gatan heitir í dag Wener Heisenberg Allee en mun framvegis heita Franz Beckenbauer Platz. Heimilisfang leikvangsins verður þar af leiðandi Franz Beckenbauer Platz 5 en fimm var treyjunúmer leikmannsins.

Beckenbauer var gjarnan kallaður Keisarinn og er einn af bestu knattspyrnumönnum allra tíma. Hann var í sigurliði Vestur-Þýskalands á HM 1974 og þjálfaði þýska liðið sem varð heimsmeistari 1990.

Franz Beckenbauer tekur við heimsbikarnum eftir sigur Þjóðverja á Hollendingum …
Franz Beckenbauer tekur við heimsbikarnum eftir sigur Þjóðverja á Hollendingum sumarið 1974.​ AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert