„Óþolandi“ mamma klúðraði málum

Adrien Rabiot leikur fyrir Marseille
Adrien Rabiot leikur fyrir Marseille AFP/Franck Fife

Adrien Rabiot gekk til liðs við Marseille í gær en umboðsmaður leikmannsins er móðir hans, Veronique. Annar umboðsmaður segir að móðir Rabiot sé vanhæf í starfi og það sé henni að kenna leikmaðurinn hafi ekki farið til topp liðs í Evrópu.

Bruno Satin er reynslumikill umboðsmaður og hann segir að Rabiot væri í einu af tíu bestu liðum Evrópu ef hann væri með faglegan umboðsmann.

„Ég ræddi við yfirmann knattspyrnumála hjá Atletico Madrid sem sagði mér að hann hefði slitið viðræðum við leikmanninn þegar móðir hans reyndi að segja honum hvaða stöðu á vellinum sonur hennar ætti að spila. Fagfólk nennir ekki að tala við hana, hún er óþolandi“, sagði Satin í frönsku sjónvarpi.

„Hann væri í einu af tíu bestu liðum álfunnar ef hann væri með umboðsmann, hann fór á frjálsri sölu. Það þarf að undirbúa þessa hluti í maí, ekki í lok júlí“, bætti Satin við en Rabiot yfirgaf Juventus á frjálsri sölu þegar samingur hans við ítalska stórliðið rann út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert