Er búið að reka þig?

David Nielsen tók við Lyngby af Frey Alexanderssyni.
David Nielsen tók við Lyngby af Frey Alexanderssyni. Ljósmynd/Lyngby

Knattspyrnuþjálfarinn David Nielsen, sem var eftirmaður Freys Alexanderssonar sem þjálfari Lyngby í Danmörku, var rekinn frá norska félaginu Lillestrøm í dag. Félagið greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum í kvöld.  

Nielsen var sérfræðingur í dönskum sjónvarpsþætti þegar félagið tilkynnti um brottreksturinn, en þáttarstjórnendurnir vissu ekki að búið væri að reka þjálfarann þegar bein útsending fór í loftið.

Eftir því sem leið á þáttinn fékk stjórnandinn orð í eyra af tíðindunum. „Er búið að reka þig?“ spurði Camilla Martin, sem stýrði þættinum, þjálfarann.

„Ég fékk símtalið fyrr í dag. Við töpuðum 5:0 og 4:0 og svona fór þetta. Ég fékk bara fjóra leiki. Nú get ég verið sérfræðingur hjá ykkur oftar,“ svaraði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert