Hóta að sniðganga leikinn við Víking

Víkingur leikur við LASK rétt fyrir jól.
Víkingur leikur við LASK rétt fyrir jól. Eggert Jóhannesson

Hörðustu stuðningsmenn austurríska knattspyrnufélagsins LASK hótuðu því í dag að sniðganga heimaleiki liðsins í Sambandsdeildinni til að mótmæla miðaverði.

Einn leikjanna er gegn Víkingi 19. desember. Félagið rukkar t.a.m. 68 evrur, 10.655 krónur, fyrir einn miða í stúkunum sem eru meðfram vellinum.

Ódýrasta leiðin er að kaupa einn miða sem gildir á alla þrjá heimaleiki liðsins, en hann kostar 112 evrur, 17.551 krónu.

Í yfirlýsingu sem stuðningsmenn félagsins sendu frá sér í dag er bent á að miðar á leiki með Rapid, öðru austurrísku liði sem leikur í sömu keppni, kosti um helmingi minna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert