Með fullt hús í frumrauninni

Abdallah Sima skoraði tvö.
Abdallah Sima skoraði tvö. AFP/Kerstin Joensson

Franska liðið Brest fer afar vel af stað á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeild Evrópu í fótbolta en liðið vann sannfærandi útisigur á Salzburg frá Austurríki, 4:0, í 2. umferð deildarkeppninnar í kvöld.

Abdallah Sima skoraði tvö mörk fyrir Brest og þeir Mahdi Camara og Mathias Lage komust einnig á blað. Brest hefur unnið báða leiki sína til þessa. Salzburg er án stiga.

Þá skildu Stuttgard frá Þýskalandi og tékkneska liðið Sparta Prag jöfn, 1:1. Enzo Millot kom Stuttgard yfir á 7. mínútu en Kaan Kairinen jafnaði eftir hálftíma leik og þar við sat.

Sparta Prag er með fjögur stig eftir tvo leiki en stigið var það fyrsta sem Stuttgart fær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert