Heimir skildi leikmann Wolves eftir heima

Heimir Hallgrímsson og Matt Doherty.
Heimir Hallgrímsson og Matt Doherty. Ljósmynd/Samsett

Heimir Hallgrímsson, þjálfari írska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir leiki gegn Finnlandi og Grikklandi í B-deild Þjóðadeildar Evrópu síðar í mánuðinum.

Mesta athygli vekur að Matt Doherty, bakvörður Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni, er ekki í leikmannahópnum að þessu sinni.

Sérstaklega vekur það athygli þar sem Séamus Coleman, bakvörður Everton, er ekki heldur í hópnum en hann er að glíma við meiðsli.

Írland hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Heimis, gegn Englandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði.

Leikmannahópur Írlands:

Markverðir: Caoimhín Kelleher (Liverpool), Mark Travers (Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City).

Varnarmenn: Festy Ebosele (Watford), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Nathan Collins (Brentford), Mark McGuinness (Luton Town), Dara O'Shea (Ipswich Town), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End).

Miðjumenn: Josh Cullen (Burnley), Jason Knight (Bristol City), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Finn Azaz (Middlesbrough), Jack Taylor (Ipswich Town), Jamie McGrath (Aberdeen).

Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton & Hove Albion), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Kasey McAteer (Leicester City), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Mikey Johnston (West Bromwich Albion), Troy Parrott (AZ Alkmaar).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert