Hörmuleg mistök hjá markverði Leeds (myndskeið)

Illan Meslier er markvörður Leeds United.
Illan Meslier er markvörður Leeds United. AFP

Illan Meslier, markvörður Leeds United, gerði sig sekan um skelfileg mistök í leik liðsins gegn Sunderland í ensku B-deildinni í gær.

Allt virtist stefna í sigur Leeds en liðið leiddi með tveimur mörkum gegn einu þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Liðsmenn Sunderland pressuðu á gestina og sendi Alan Browne boltann inn á teiginn þar sem hann skoppaði einu sinni fyrir framan Meslier.

Franski markvörðurinn missti boltann á einhvern ótrúlegan hátt á milli fóta sér og þaðan fór boltinn í markið. Leikurinn endaði með jafntefli, 2:2, og hefur Meslier væntanlega ekki sofið vært eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka