Lærisveinar Freys sigruðu toppliðið

Leikmenn Kortrijk að fagna í dag.
Leikmenn Kortrijk að fagna í dag. Ljósmynd/Kortrijk

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Kortrijk sigruðu topplið Genk, 2:1, í belg­ísku A-deild­inni í fót­bolta í dag.

Kortijk komst upp úr fallsæti með sigrinum og er nú með 11 stig í 12. sæti deildarinnar eftir tíu leiki.

Patrik Sigurður Gunnarsson varði vel í markinu en Christopher Bonus Baah náði að skoraði gegn honum eftir aðeins sex mínútur. Eftir það lokaði hann rammanum.

Nacho Ferri fagnaði 20 ára afmælisdeginum sínum í dag með stæl en hann skoraði jöfnunarmarkið á 16. mínútu og sigurmarkið þremur mínútum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka