Amanda í sigurliði í Meistaradeildinni

Amanda Andradóttir með boltann í leiknum í kvöld.
Amanda Andradóttir með boltann í leiknum í kvöld. Ljósmynd/@FCTwenteVrouwen

Amanda Andradóttir og liðsfélagar hennar í Twente gerðu frábæra ferð til Glasgow og lögðu Celtic að velli, 2:0, í fyrstu umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Amanda var í byrjunarliði Twente og var tekin af velli á 86. mínútu þegar staðan var orðin 2:0.

Kayleigh van Dooren skoraði bæði mörk Twente í kvöld.

Í hinum leik riðilsins mættust Chelsea og Real Madríd í Lundúnum. Þar hafði Chelsea betur, 3:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert